Nordicum-Mediterraneum (Mar 2021)

GLOSSARIUM IURIS ROMANI – Latneskt-íslenskt Orðasafn Rómaréttar Jústiníanusar

  • Jürgen Jamin

DOI
https://doi.org/10.33112/nm.16.1.22
Journal volume & issue
Vol. 16, no. 1
p. A22

Abstract

Read online

Rómarétturinn hefur alltaf verið fastur partur af lögfræðináminu í Háskólanum á Akureyri frá stofnun lagadeildarinnar árið 2003. En hér skarar þessi háskóla fram úr öllum háskólum á Íslandi enda eina menntasetrið hérlendis þar sem Rómarétturinn er kenndur. Kennslan fer fram á ensku með tilliti til erlendra námsmanna. Að fyrstu kennsluári sínu loknu fannst þeim sem þetta ritar hins vegar ágætis tækifæri til að búa til orðasafn á íslensku yfir helstu hugtökum Rómaréttarins enda hafa flestir námsmenn ekki stundað latínu á menntaskólaárum sínum. Orðalistinn er langt frá því að vera fullkominn og er reyndar „work in progress“. Stefnt er að því að gefa aðeins yfirlit yfir þau hugtök sem fjallað var um í kennslunni. Stuðst var m.a. við tveggja binda ritið „Rómaveldi“ (1963/64) eftir Will Durant í íslenskri þýðingu Jónasar Kristjánssonar, sem og lögfræðiorðasafn íðorðabanka stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (→ Íðorðabankinn / arnastofnun.is).

Keywords