Nordicum-Mediterraneum (Dec 2024)

Réttindi forsjárlauss foreldris: Veldur afsal á forsjá til barnaverndarþjónustu réttindamissi forsjárlauss foreldris?

  • Júlí Ósk Antonsdóttir

DOI
https://doi.org/10.33112/nm.18.2.4
Journal volume & issue
Vol. 18, no. 2

Abstract

Read online

Friðhelgi fjölskyldunnar eru mannréttindi sem ná til fjölskyldunnar í víðum skilningi og því má ekki sundra fjölskyldu gegn vilja fjölskyldumeðlimanna nema aðskilnaður sé nauðsyn¬legur með tilliti til hagsmuna barnsins. Þrátt fyrir að þessi réttur sé varinn af stjórnarskránni og mannréttindasamningum virðast forsjárlausir foreldrar standa uppi réttlausir gagnvart barni sínu ef forsjárforeldri afsalar sér forsjá barnsins til barnaverndarþjónustu. Hér verður farið yfir þau lög og lögskýringargögn sem við eiga um þessi mikilvægu réttindi og mál tveggja forsjárlausra foreldra reifuð til að varpa ljósi á hvernig staðan er í raun. Því forsjárlausir foreldra hafa verulega takmörkuð úrræði til að leita réttar síns gagnvart barni sínu við þessar aðstæður og því mikilvægt að breyta lögum til að tryggja sem best réttindi foreldra í þessari stöðu. Familial integrity is a human right adhering to family in the broader sense and families cannot therefore be divided lawfully without their members consent, unless the separation is necessary in regards to a child’s best interest. In spite of familial integrity being protected by the constitution and human rights conventions, non-custodial parents seem to be without parental rights if the custodial parent conveys custody to child protection services. This review of legislation and explanatory documents regarding these important rights and two case studies of non-custodial parents will shed light on the current situation. Non-custodial parents have very limited options to guarantee their rights towards their child in these circumstances, and it is therefore important to change the law in order to best guarantee the rights of parents in this situation.

Keywords